Um Stafi
Stafir er fasteignafélag sem fjárfestir í atvinnuhúsnæði. Áhersla félagsins til framtíðar er einkum á fasteignir sem hýsa hótel, verslun, skrifstofur, iðnað og heilbrigðisþjónustu.
Fasteignir
-
Hverfistgata 21
Steinhús byggt árið 1912 fyrir Jón Magnússon, þá bæjarfógeta í Reykjavík og seinna fyrsta forsætisráðherra Íslands, og eiginkonu hans, Þóru Jónsdóttur.
Stærð: 642 m2.
-
Grensásvegur 16A
Byggingin að Grensásvegi 16a var byggð á árinu 1975 og var upphaflega hönnuð m.a. fyrir höfuðstöðvar ASÍ. Um miðjan annan áratug þessarar aldar voru gerðar umbreytingu á byggingarreitnum.
Stærð: 2.869 m2.
-
Skeifan 11
Verslunarhúsnæði sem í dag hýsir glæsilega útivistarverslun Útilífs. Áður var í húsnæðinu m.a. verslun Krónunnar og Víðis. Húsnæðið var mikið endurbætt á árinu 2021.
Stærð: 866 m2.
-
Hverfisgata 78
Bókfellshúsið á Hverfisgötu 78 var byggt á árunum 1945–1947 en bókbandsstofan Bókfell hafði verið stofnuð af nokkrum stórhuga mönnum árið 1943 þegar heimsstyrjöldin síðari var í algleymingi.
Stærð: 1.424 m2
-
Veghúsastígur 9a
Á árunum 1911–1914 byggði Bergur Einarsson sútari þrjá skúra á Veghúsastíg 9a á bak við hús sitt, Bergshús. Þetta voru þurrkhús með porti og tveir steinsteyptir skúrar.
Stærð: 462 m2
-
Hverfisgata 45
Steinhús byggt árið 1914. Í húsinu hefur verið skrifstofa aðalræðismanns, síðar Sendiráð Noregs, og þá var Söngskólinn í Reykjavík í húsinu í nærri aldarfjórðung. Síðan x hefur húsið verið nýtt fyrir Hótel.
Stærð: 438 m2