Stafir

Stafir er fasteignafélag sem fjárfestir í atvinnuhúsnæði. Áhersla félagsins til framtíðar er einkum á fasteignir sem hýsa hótel, verslun, skrifstofur, iðnað og heilbrigðisþjónustu. Markmið félagsins er að stækka á öllum framangreindum sviðum á næstu árum í samvinnu við trausta leigutaka.

Þegar litið er á helstu fjárfestingar félagsins þá vegur einna þyngst uppbygging fasteignasafns í hótelum sem er í útleigu til Flóra hotels. Undir vörumerkinu Reykjavík Residence hafa sögufræg og glæsileg hús við Hverfisgötu, Lindargötu og Veghúsastíg verið endurbætt þar sem saga og fyrra útlit hvers húss hefur verið varðveitt og virt. Í dag geyma þessi átta hús 63 hótelíbúðir og vínbarinn Port 9. Hótelið Oddsson er síðan í húsnæði félagsins við Grensásveg 16 og er þar um að ræða 77 hótelherbergi.

Íslensk fjárfesting ehf er eigandi Stafa.

Sjá www.ip.is

Stjórn

  • Þórir Kjartansson

    Formaður

  • Arnar Þórisson

  • Linda Metúsalemsdóttir

  • Einar Steindórsson

  • Magnús Edvarsson

  • Björn Þór Karlsson

    Framkvæmdastjóri

    bjorn@stafirfasteignir.is