15/11/2023
Kaup á Laugavegi 35
Stafir hafa gengið frá kaupum á 35 hótelíbúðum auk atvinnurýma við Laugaveg 35.
Áætlað er að afhending fari fram á fyrri hluta árs 2024 en framkvæmdir eru komnar vel á veg. Stafir munu leigja hótelíbúðirnar til Reykjavík Residence hótel og er um að ræða góða viðbót við núverandi rekstur Reykjavík Residence, en hótelíbúðum fjölgar þá úr 63 í 96 og verður móttaka hótelsins staðsett í húsnæðinu við Laugaveg.